fredag den 10. august 2007

Island

þá er ég á leiðinni heim til Islands. Kom til London i gær og gisti á hóteli með ömmu Önnu. Annars varð ég smá veikur daginn áður en mamma fór. Ældi allan daginn og leið ekki vel. En núna er það að verða búið. Ef ég verð eins og mamma og Erika þá verð ég lystarlaus næstu dagana.
Það er búið að vera voða gott að vera i Casablanca. Við erum búin að fara á alskonar markaði og kaffihús og kaupa ís. Og uppáhaldið var að fara á ströndina og berjast við risa öldur með mömmu og René. :) Hér er video og hérna er annað video frá ströndinni. :)

Kveðjur frá Kristo

Ingen kommentarer: