søndag den 17. juni 2007

Fyrstu dagarnir i Casablanca

Við lentum í Marrakech um morguninn eftir langt ferðalag. Ég þurfti að sofa á flugvellinum í London í 3 klukkutíma um nóttina því við þurftum að bóka okkur svo snemma inn. Svo um 9 leitið um morguninn lentum við og fórum beint á markaðinn til þess að sjá snákatemjarana og apana. það voru mikil læti á torginu og þar sem við vorum svo þreytt eftir ferðalagið þá ákváðum við að fara beint til Casablanca og hvíla okkur. Ég ætla með mömmu mína og Eriku aftur, þær verða sko hrifnar af markaðnum.

Ég var mjög undrandi á að allt var venjulegt hérna í Morocco. En samt er margt skrítið og allt öðruvísi en á Íslandi. Það eru alltaf asnakerrur og hestaleigubílar að þvælast í umferðinni á milli bílanna og fólkið labbar bara út á götuna og lítur ekki til hægri eða vinstri, svo bílarnir verða alltaf að passa sig.

Ég fór á ströndina og við keyptum lítinn bát. En fyrst fannst mér svo kalt að ég ætlaði aldrei aftur í sjóinn, en ég er vanur þessu núna. Það er svo gaman í öldunum. Ætla sko aftur og aftur.

Ingen kommentarer: