mandag den 11. juni 2007

Marocco 07











Jæja þá er ég komin til Marocco :) Loksins eftir langt ferðalag. Allt gekk vel fyrir utan að ég gat ekki fundið töskuna mína þegar ég kom til London. En hún fannst að leiðarlokum :) Gaman að hitta ömmu Önnu þarna. Við biðum á flugvellinum i London dálitið lengi en það var sko i lagi því ég svaf næstum allan tíman.




Við lentum síðan i Marakech og fórum á markaðin þar. Mikið af fátæku fólki sem er að betla og selja dót. Nokkrir með slöngur og aðrir með apa. Ég fékk að halda á apa og var sko ekkert smeikur við það :) Alveg eins og í dýragarðinum i KBH þar sem ég hélt á stæðstu slöngunni og var ekkert hræddur við hana. Greyjið mamma var alveg að fara á taugunum hehehe.




Jæja ég ætla að reyna að henda inn myndum hérna þegar mamma og Erika koma til mín í júli.




knús




Over and out




Kristo




Ingen kommentarer: