søndag den 8. juli 2007

Mamma og Erika komnar :)



jibbiii mamma og Erika eru komnar til marokko. Ég fór og sótti þær á flugvöllinn á föstudagskvöld og það var svo gaman að sjá þær. Við erum búin að slaka á og spila seinustu dagana. Við fórum á kaffihús í dag og fengum súkkulaði sjeik og ég spilaði billiard við Rashid (kærastinn hennar ömmu) og auðvita vann ég hehehehe. Við mamma erum búin að leita af búð sem selur DVD og spil útum allt. Það er ekki til svoleiðis búð i Casablanca. það er því miður bara seldir brenndir diskar sem kosta næstum ekki neitt. Ég varð rosa heppinn og fékk fullt af nýjum myndum :) Sem ég ætla að passa vel uppá i möppunni minni.
Á morgun förum við á markaðinn og svo á þriðjudag ætlum við á ströndina. Mamma mín keypti BODY BOARD handa mér og ég ætla að verða body board töffari :) Kannski man mamma mín eftir að taka myndir af mér þá .
Kveðjur héðan til allra á íslandi
Knus

1 kommentar:

Anonym sagde ...

Gaman að fá fréttir af þér elsku Krisó minn og takk fyrir kveðjuna. Helena fer á mánudaginn í myndatöku hjá Eskimo models en hún er komin á skrá hjá þeim eftir að þau sáu okkur einhverstaðar og við fengum skilaboð um að þau vildu endilega fá hana til sín. Ekki leiðinlegt það ;o)

En vonandi hafið þið það sem allra best í Afríku og við sendum kveðju þangað frá Íslandi.

RISA KNÚS og margir kossar xxxxxx
Hulda frænka og ormarnir