fredag den 20. juli 2007

ströndin



Við fórum á ströndina aftur i dag og það var svaka gaman. Ég er orðin frekar góður á body board og er farin að ná góðum öldum. Sem betur fer er sjórinn volgur svo að ég þarf ekkert að fara uppur til að hlýja mér. erika systir sefur alltaf þegar við erum á ströndinni. En ég fór með henni í sjóin þegar hún vaknaði og sýndi henni hvernig á að hoppa yfir öldur.
Við fórum á markaðinn fyrir nokkrum dögum síðan. Þar fann ég hljoðfæri og fleirri flotta hluti sem ég ætla að kaupa. Ég er búin að fá traditional marokkanskan búning. Og er voða flottur í honum ... Æfi mig í karate... og get sparkað hátt...
Þetta er allt að verða betra núna. Erika systir er hætt að vera veik og nú get ég farið að leika við hana og tala.
Ég er búin að senda póstkort.
knús og kveðjur
kristo

1 kommentar:

Anonym sagde ...

Gott að sjá hvað þið hafið það gott og gaman.

Hér á Íslandi er farið að rigna loksins svo að gróðurinn fær loksins vatn að drekka en þetta er ekki mikil rigning bara smá úði. En þetta er betra en ekki neitt. Við erum samt strax farin að sakna sólarinnar en hún hlítur að láta sjá sig aftur fljótlega.

Alexander og Andri eru orðnir mjög góðir á krossarunum sínum og næsta sumar ætlar Alexander að keppa. Andri er of ungur til þess ennþá en það eru haldin svokölluð púkamót á sumrin og þá má Andri bara vera með og það finnst honum æði. Helena vill alltaf fá að hjóla líka en hún er allt of ung til þess svo að við erum hætt að taka hana með af því að hún verður alveg spinnigal þegar hún fær ekki að hjóla. Já það er sko skap í minni og það hefur hún frá mömmu sinni.

Um dagin fór hún í myndatöku hjá Eskimo módels en hún er komin á skrá hjá þeim núna og vondi fær hún eitthvað að gera þar en ég mun ekki leifa henni að vera þar í langan tíma því að ekki vil ég ala upp anorexíu sjúkling. En þetta verður bara gaman fyrir hana. Alexander fór með okkur í myndatökuna og hann ar spurður hvort að hann vildi ekki líka koma í myndatöku en hann vildi það ekki sem að er hálf sorglegt þar sem að hann er svo sætur strákur,

En við biðjum voða vel að heilsa ykkur og öllum í Marako ;o)

Knús og kossar til Kritofers, Eriku sætu krús og auðvitað mömmu ykkar.

Ástarkveðja Hulda, Baldur, Alexander, Andri og Helena Ósk