lørdag den 18. august 2007

Eg og Erika

þetta er video af mér og Eriku herna

fredag den 17. august 2007

fredag den 10. august 2007

Island

þá er ég á leiðinni heim til Islands. Kom til London i gær og gisti á hóteli með ömmu Önnu. Annars varð ég smá veikur daginn áður en mamma fór. Ældi allan daginn og leið ekki vel. En núna er það að verða búið. Ef ég verð eins og mamma og Erika þá verð ég lystarlaus næstu dagana.
Það er búið að vera voða gott að vera i Casablanca. Við erum búin að fara á alskonar markaði og kaffihús og kaupa ís. Og uppáhaldið var að fara á ströndina og berjast við risa öldur með mömmu og René. :) Hér er video og hérna er annað video frá ströndinni. :)

Kveðjur frá Kristo

søndag den 29. juli 2007

ströndin aftur








Kristo var alveg geggjaður i risa öldunum á ströndinni :) Fór með Rene að synda i sjónum og þeir fengu að berjast við öldunar. uffff... Ekkert smá gaman. Punkturinn yfir i ið var mcdonalds :) jibbiii...thank god for MCD :) Vorum orðin svo svöng eftir ströndina. Greyjið mamma og Rene voru of lengi i sólinni svo að þau urðu brennd. ááiiiii. Heimska fólk. hehe. Never learn. Allavega þá er Kristo orðin frékar sleipur i arabískunni. kann að telja til 10 .
1:wahad
2:sús
3:kleta
4:arba
5:khamsa
6:sitta
7:sba
8:tmenja
9:tsod
10:asra
Og lika segja takk ...okey... godan daginn... bless og fyrirgefðu.
Fyrir utan það ´þá hefur ferðin verið góð æfing i enskunni. Frékar sleipur og talar hana á hverjum degi:)

fredag den 20. juli 2007

ströndin



Við fórum á ströndina aftur i dag og það var svaka gaman. Ég er orðin frekar góður á body board og er farin að ná góðum öldum. Sem betur fer er sjórinn volgur svo að ég þarf ekkert að fara uppur til að hlýja mér. erika systir sefur alltaf þegar við erum á ströndinni. En ég fór með henni í sjóin þegar hún vaknaði og sýndi henni hvernig á að hoppa yfir öldur.
Við fórum á markaðinn fyrir nokkrum dögum síðan. Þar fann ég hljoðfæri og fleirri flotta hluti sem ég ætla að kaupa. Ég er búin að fá traditional marokkanskan búning. Og er voða flottur í honum ... Æfi mig í karate... og get sparkað hátt...
Þetta er allt að verða betra núna. Erika systir er hætt að vera veik og nú get ég farið að leika við hana og tala.
Ég er búin að senda póstkort.
knús og kveðjur
kristo

lørdag den 14. juli 2007

Fjör i casablanca








Litla systir mín er búin að vera veik svo að við erum búin að vera mikið heima. Við fórum með Eriku til læknis og hún fékk lyf þar.
Ég er búin að vera heppinn að fá DVD safn af myndum. Og ég ætla byrja að safna i möppu. Til að byrja með þá fékk ég

Matrix 1 2 og 3
Spiderman 3
Pirates of the caribbean 1 2 og 3
harry potter 1 2 3 og 4
Lord of the Rings 1 2 og 3
Star wars 1 2 3 4 5 og 6 :)
fantastik 4
Borat
Bionicle heroes playstationleikur
Og ætla að kaupa mér fleirri en man ekki hvað það er ...eða allavega transformers myndina.

Við bíðum spennt eftir að vatnagarðurinn opnar hérna. Þeir segja að hann opnar sumarið 2007 en ekki alveg hvenær. Við fórum og kíktum á garðin og þeir eru ennþá að byggja.
Annars er mjög gaman hjá ömmu i casa. Nu er laugardagur og best að fara að baka mars brownie með mömmu.
Kveðjur

søndag den 8. juli 2007

Mamma og Erika komnar :)



jibbiii mamma og Erika eru komnar til marokko. Ég fór og sótti þær á flugvöllinn á föstudagskvöld og það var svo gaman að sjá þær. Við erum búin að slaka á og spila seinustu dagana. Við fórum á kaffihús í dag og fengum súkkulaði sjeik og ég spilaði billiard við Rashid (kærastinn hennar ömmu) og auðvita vann ég hehehehe. Við mamma erum búin að leita af búð sem selur DVD og spil útum allt. Það er ekki til svoleiðis búð i Casablanca. það er því miður bara seldir brenndir diskar sem kosta næstum ekki neitt. Ég varð rosa heppinn og fékk fullt af nýjum myndum :) Sem ég ætla að passa vel uppá i möppunni minni.
Á morgun förum við á markaðinn og svo á þriðjudag ætlum við á ströndina. Mamma mín keypti BODY BOARD handa mér og ég ætla að verða body board töffari :) Kannski man mamma mín eftir að taka myndir af mér þá .
Kveðjur héðan til allra á íslandi
Knus

søndag den 17. juni 2007

Rabat

Ég fór til Rabat sem er höfuðborgin og sótti 10 ára strák sem heitir Mehdi og vorum við saman hérna í Casablanca í 4 daga að leika okkur. Við fórum á ströndina og ýmsa staði á meðan hann var hérna. En svo vorum við að leika okkur í tölvunni og slást við Rachid þess á milli. í gær keyrðum við hann heim til Rabat aftur og kíkti ég á ströndina þar. það var alltof mikið af krökkum á ströndinni og var ég í vandræðum með bátinn minn, því krakkarnir vildu alltaf hanga utan í honum. Fórum við því bara heim til hans aftur. Hann á heima í lítilli íbúð með fjölskyldunni sinni, og á hann ekkert herbergi, og verður því að sofa á sófanum með bróður sínum sem er 16 ára. Svona er þetta hjá mörgum krökkum í Morocco, en samt eru þau mjög hamingjusöm. En ég var mest hissa þegar ég ætlaði að fara á klósettið. Ég þurfti að kalla á ömmu mína því ég vissi ekki hvernig það virkar. það er bara hola í gólfinu sem maður pissar í og svo lætur maður renna vatn í fötu og hellir yfir. þetta myndi sko ekki virka á Íslandi.

Fyrstu dagarnir i Casablanca

Við lentum í Marrakech um morguninn eftir langt ferðalag. Ég þurfti að sofa á flugvellinum í London í 3 klukkutíma um nóttina því við þurftum að bóka okkur svo snemma inn. Svo um 9 leitið um morguninn lentum við og fórum beint á markaðinn til þess að sjá snákatemjarana og apana. það voru mikil læti á torginu og þar sem við vorum svo þreytt eftir ferðalagið þá ákváðum við að fara beint til Casablanca og hvíla okkur. Ég ætla með mömmu mína og Eriku aftur, þær verða sko hrifnar af markaðnum.

Ég var mjög undrandi á að allt var venjulegt hérna í Morocco. En samt er margt skrítið og allt öðruvísi en á Íslandi. Það eru alltaf asnakerrur og hestaleigubílar að þvælast í umferðinni á milli bílanna og fólkið labbar bara út á götuna og lítur ekki til hægri eða vinstri, svo bílarnir verða alltaf að passa sig.

Ég fór á ströndina og við keyptum lítinn bát. En fyrst fannst mér svo kalt að ég ætlaði aldrei aftur í sjóinn, en ég er vanur þessu núna. Það er svo gaman í öldunum. Ætla sko aftur og aftur.

mandag den 11. juni 2007

Marocco 07











Jæja þá er ég komin til Marocco :) Loksins eftir langt ferðalag. Allt gekk vel fyrir utan að ég gat ekki fundið töskuna mína þegar ég kom til London. En hún fannst að leiðarlokum :) Gaman að hitta ömmu Önnu þarna. Við biðum á flugvellinum i London dálitið lengi en það var sko i lagi því ég svaf næstum allan tíman.




Við lentum síðan i Marakech og fórum á markaðin þar. Mikið af fátæku fólki sem er að betla og selja dót. Nokkrir með slöngur og aðrir með apa. Ég fékk að halda á apa og var sko ekkert smeikur við það :) Alveg eins og í dýragarðinum i KBH þar sem ég hélt á stæðstu slöngunni og var ekkert hræddur við hana. Greyjið mamma var alveg að fara á taugunum hehehe.




Jæja ég ætla að reyna að henda inn myndum hérna þegar mamma og Erika koma til mín í júli.




knús




Over and out




Kristo




tirsdag den 8. maj 2007

Færeyjar 07









Ég fór til færeyja með mömmu og Eriku systir. Það var verið að skíra Ólaf Regin Arnarson frænda. Það var leiðinlegt veður en samt gaman að hitta mömmu mína:)


sumar 06

Ég fór með mömmu og Rene til sviþjóðar seinasta sumar. Það var rosa gaman. Bústaður bónus ömmu og afa liggur við risastórt vatn. Sem er geggjað því að fiskarnir í því eru risastórir. Ég veiddi geddu sem var 3.5 kilo. Svaka erfitt að draga i land. Sem betur fer hjálpaði Rene mér. Við fórum síðan i Tívoli sem er i svíþjóð. Stór vatnagarður og það var æði að fara i allar rennibrautirnar. Mamma bannaði mér að fara i stæðstu. En þegar ég verð stærri ætla ég sko i allar brautirnar. Er ekkert hræddur við það.:) Ég fer kannski bráðum aftur í sumarbústaðinn. Allavega þá fer ég til marocco allt næsta sumar. Verð hjá Önnu Ömmu. það verður stuð :)
Kveðjur