tirsdag den 22. januar 2008

Kristo og Erika





Kristofer er svo góður strákur. Hann passar svo vel uppá litlu systur sína. Leikur við hana og stríðir bara smá :) Það er enginn fyndnari en Kristo bróðir. Erika systir hlær og hlær og hlær af honum. Æji hvað það er gott að eiga stóran bróður.

Kristo fór í afmæli hjá bekkjarbróður sínum seinasta sunnudag. Algjört æði. Anton skólabróðir á svo mikið að flottu dóti. Og svo mikið að hann á 2 herbergi fyrir allt dótið. pinball vél, billiardborð og fótboltaborð. Og loftbyssurnar vöktu mesta athygli :) En Kristo veit að maður þarf að vera 18 ára til að kaupa og eiga svoleiðis dót. Maður má nú láta sig dreyma :)
Knús til allra


søndag den 13. januar 2008

skemmtileg helgi




Mathias var i heimsókn og það var loksins gaman að leika við hann. Ég fór i dag og skila honum til mömmu sinnar og sá flotta herbergið og dótið hans. Á leiðinni heim varð ég og René dálitið heppnir. Við stoppuðum á MC donalds og fengum gott að borða :) Það er mikið að gerast hjá mér í skólanum. Mér er boðið í afmæli hjá 4 krökkum og svo er partý í skólanum. Svaka fjör. Frístund er alveg æði. Ég er með tölvutíma á föstudögum. En það er Nintendo wii og playstation 2 sem við megum alltaf spila. annars er internetið bara á föstudögum. Svo er líka borðtennis, billiard, föndurherbergi, diskotek, bókaherbergi. spilaherbergi og fullt annað að gera þar. Á þriðjudögum megum við hoppa i sundlaugina. En það er of gaman i frístund til að fara i sund eins og er.

tirsdag den 8. januar 2008

Fluttur til DK






Jæja þá er ég komin til Danmörkur. Ég er byrjaður i Tröröd skolanum og SFO. Það er alveg frábært og mér líður vel hérna.