søndag den 8. juni 2008



Hæ allir


Það er mikið um að vera hérna i DK. Fullt að gera i skólanum en reyndar er verkfall i frístund svo að þetta er stuttur skóladagur. Ég hef farið til svíþjóðar i veiðiferð með Kirsten FInn og Mathias yfir helgi. Svo var ég úti á sjó að veiða með vinnunni hennar mömmu. Við vorum þau heppnustu af öllum að fanga engan fisk og að þurfa ekki að flá hann og borða. Mamma var allavega mjög ánægð með það :)

Það er búið að vera yndislegt veður hérna i DK. Alveg æði .. 7 9 13 vonum að það haldist þegar ég fer i sumarfrí.

Ég fer til Íslands i kringum 20 júli og verð til 4 águst. Pabbi og Drífa eru að fara að gifta sig svo að ég verð hringaberi hjá þeim. Og hlakka mikið til.


Sjáumst öll i júli :)