søndag den 17. juni 2007

Rabat

Ég fór til Rabat sem er höfuðborgin og sótti 10 ára strák sem heitir Mehdi og vorum við saman hérna í Casablanca í 4 daga að leika okkur. Við fórum á ströndina og ýmsa staði á meðan hann var hérna. En svo vorum við að leika okkur í tölvunni og slást við Rachid þess á milli. í gær keyrðum við hann heim til Rabat aftur og kíkti ég á ströndina þar. það var alltof mikið af krökkum á ströndinni og var ég í vandræðum með bátinn minn, því krakkarnir vildu alltaf hanga utan í honum. Fórum við því bara heim til hans aftur. Hann á heima í lítilli íbúð með fjölskyldunni sinni, og á hann ekkert herbergi, og verður því að sofa á sófanum með bróður sínum sem er 16 ára. Svona er þetta hjá mörgum krökkum í Morocco, en samt eru þau mjög hamingjusöm. En ég var mest hissa þegar ég ætlaði að fara á klósettið. Ég þurfti að kalla á ömmu mína því ég vissi ekki hvernig það virkar. það er bara hola í gólfinu sem maður pissar í og svo lætur maður renna vatn í fötu og hellir yfir. þetta myndi sko ekki virka á Íslandi.

Fyrstu dagarnir i Casablanca

Við lentum í Marrakech um morguninn eftir langt ferðalag. Ég þurfti að sofa á flugvellinum í London í 3 klukkutíma um nóttina því við þurftum að bóka okkur svo snemma inn. Svo um 9 leitið um morguninn lentum við og fórum beint á markaðinn til þess að sjá snákatemjarana og apana. það voru mikil læti á torginu og þar sem við vorum svo þreytt eftir ferðalagið þá ákváðum við að fara beint til Casablanca og hvíla okkur. Ég ætla með mömmu mína og Eriku aftur, þær verða sko hrifnar af markaðnum.

Ég var mjög undrandi á að allt var venjulegt hérna í Morocco. En samt er margt skrítið og allt öðruvísi en á Íslandi. Það eru alltaf asnakerrur og hestaleigubílar að þvælast í umferðinni á milli bílanna og fólkið labbar bara út á götuna og lítur ekki til hægri eða vinstri, svo bílarnir verða alltaf að passa sig.

Ég fór á ströndina og við keyptum lítinn bát. En fyrst fannst mér svo kalt að ég ætlaði aldrei aftur í sjóinn, en ég er vanur þessu núna. Það er svo gaman í öldunum. Ætla sko aftur og aftur.

mandag den 11. juni 2007

Marocco 07











Jæja þá er ég komin til Marocco :) Loksins eftir langt ferðalag. Allt gekk vel fyrir utan að ég gat ekki fundið töskuna mína þegar ég kom til London. En hún fannst að leiðarlokum :) Gaman að hitta ömmu Önnu þarna. Við biðum á flugvellinum i London dálitið lengi en það var sko i lagi því ég svaf næstum allan tíman.




Við lentum síðan i Marakech og fórum á markaðin þar. Mikið af fátæku fólki sem er að betla og selja dót. Nokkrir með slöngur og aðrir með apa. Ég fékk að halda á apa og var sko ekkert smeikur við það :) Alveg eins og í dýragarðinum i KBH þar sem ég hélt á stæðstu slöngunni og var ekkert hræddur við hana. Greyjið mamma var alveg að fara á taugunum hehehe.




Jæja ég ætla að reyna að henda inn myndum hérna þegar mamma og Erika koma til mín í júli.




knús




Over and out




Kristo