søndag den 28. december 2008

jólin 08
















søndag den 16. november 2008

Gler meistari


Kristo var að læra glerpúst. Bjó til þetta flotta stykki fyrir mömmu sína. Mamman sá þvílika hönnunarhæfileika hjá Kristo Meistara.

julestemning i november











mandag den 3. november 2008

Halloween 08

Það var mikið um að vera hjá Kristo yfir Halloween. Þó að þetta sé nú frá gamla góða USA þá þýðir það ekki að Danirnir séu ekki með i hrekkjarvökunni. Kristo fór á Halloween party í SFO og fór út að betla nammi föstudagskvöldið 31.okt og endaði svo með afmælisparty hjá bekkjarsystur þar sem allir voru klæddir upp i sitt óhugnarlegasta búning. Hérna sjáiði Kristo klæddan i Demon búning á hægri hönd og Mathias i skeletor búning á vinstri hönd. Rosa gaman... mikið nammi ... mikið tjútt á strákunum.









onsdag den 1. oktober 2008

DIV myndir frá sumrinu

Þetta er búið að vera rosa gott sumar hjá mér. Nóg að gera. Skruppum i Lalandia með Arnari Solju og Ólaf. Rosa gaman. Þrátt fyrir veður. Ætlum sko að fara aftur.
Vikuna eftir fórum við i sumarbústað i Svíþjóð og heimsækja Finn og Kirsten. Þau keyptu báta handa mér og Mathias. Við vorum að sigla um kapp yfir á eyjuna. Og Finn dróg gummíbátinn eftir mótorbátnum þannig að við fórum rosa hratt. Alveg frábært.
Eftir það var ég á Íslandi þar sem pabbi minn og Drífa voru að gifta sig. 










tirsdag den 30. september 2008

Kristo á hestbaki

Stóri strákurinn hann Kristofer Aron, er byrjaður að spila á gítar. Hann hefur stóra drauma um að verða tónlistarmaður. Enda komin í hljómsveit með stjúpbróður sínum Mathias. :)
Kristofer fór á hestbak með Eriku systur á sunnudag. Voða gaman. Fékk að galoppa og allt. Svo nú er hann að pæla hvort hann eigi að æfa að ríða á hest.

lørdag den 19. juli 2008

Juli 2008









søndag den 8. juni 2008



Hæ allir


Það er mikið um að vera hérna i DK. Fullt að gera i skólanum en reyndar er verkfall i frístund svo að þetta er stuttur skóladagur. Ég hef farið til svíþjóðar i veiðiferð með Kirsten FInn og Mathias yfir helgi. Svo var ég úti á sjó að veiða með vinnunni hennar mömmu. Við vorum þau heppnustu af öllum að fanga engan fisk og að þurfa ekki að flá hann og borða. Mamma var allavega mjög ánægð með það :)

Það er búið að vera yndislegt veður hérna i DK. Alveg æði .. 7 9 13 vonum að það haldist þegar ég fer i sumarfrí.

Ég fer til Íslands i kringum 20 júli og verð til 4 águst. Pabbi og Drífa eru að fara að gifta sig svo að ég verð hringaberi hjá þeim. Og hlakka mikið til.


Sjáumst öll i júli :)

fredag den 25. april 2008

Bakken 2008





Jæja þá opnaði bakken:) Við fórum eldsnemma afstað, eða klukkan hálf 10 og fundum útur því að bakken opnaði fyrst klukkan 12 :( Við fengum okkur bara pop og kók og svo hádeigismat áður en fjörið byrjaði. Kristo og Matti fengu turpassa þannig að það voru engin takmörk fyrir hve oft var farið i tækin. Rússibaninn var samt skemmtilegastur :)

tirsdag den 4. marts 2008

golf snillingurinn


hæ allir

ég fékk rosa flotta peysu frá Ingunni frænku Elvari og Benna í dag. Og keypti mér Guitar hero 80 hits sem ég fékk með póstinum i dag og mamma og Rene keyptu sér Golf leik sem er alveg að slá i gegn á þessu heimili ... þannig að það var sannkölluð veisla hjá okkur þessa stundina :)
Jeyhey :)



onsdag den 27. februar 2008

9 ára afmælið









Það var alveg æði í afmælinu. Ég hélt uppá afmælið i Centerbygningen á Tröröd kollegiet. Ég bauð fjölskyldu og krökkum úr bekknum. Við skemmtum okkur vel i kjallara diskotekinu. Þar sem við vorum að dansa við diskoljós og spila borðfótbolta og billiard.


Ég var voða heppin að fá flottar og stórar gjafir. Ég fékk:


DinoLego frá bónus ömmu og afa Kirsten og FInn


Lego star wars fra Helgu Henrik Topias og Casper og Arni og Dóra


laser byssur frá Faster prut og svampe bob :)


Eye toy fra Pabba og Drífu


5000 kr frá ömmu Henny og Sigga afa


5000 kr frá langömmu Kristínu


Hjól frá Mathias Rene Mömmu og Eriku


pennaveski beyblade og fleira flott dót


Takk öllsömul




onsdag den 13. februar 2008

Kristo funny guy

onsdag den 6. februar 2008

jey

Fína hjólið
Hérna á ég heima
Þetta er útsýnið okkar
Kristo hjólatöffari
Einn sem veit hvernig á að gera þetta

:) Ég verð bráðum 9 ára gamall. Þessvegna fór ég með boðskort fyrir afmælið i skólan í dag. Ekki bara það, heldur hjólaði ég á nýja hjólinu mínu í fyrsta sinn. Ég er alveg æði spæði ánægður með þetta töffarahjól sem ég fékk í afmælisgjöf frá Mömmu og René.

Ég held uppá afmælið mitt 17.februar og vona að þeir sem ég hef boðið geti komið. Það mun verða dúndur gaman:)



Knús

Kristo

tirsdag den 22. januar 2008

Kristo og Erika





Kristofer er svo góður strákur. Hann passar svo vel uppá litlu systur sína. Leikur við hana og stríðir bara smá :) Það er enginn fyndnari en Kristo bróðir. Erika systir hlær og hlær og hlær af honum. Æji hvað það er gott að eiga stóran bróður.

Kristo fór í afmæli hjá bekkjarbróður sínum seinasta sunnudag. Algjört æði. Anton skólabróðir á svo mikið að flottu dóti. Og svo mikið að hann á 2 herbergi fyrir allt dótið. pinball vél, billiardborð og fótboltaborð. Og loftbyssurnar vöktu mesta athygli :) En Kristo veit að maður þarf að vera 18 ára til að kaupa og eiga svoleiðis dót. Maður má nú láta sig dreyma :)
Knús til allra