



Kristofer er svo góður strákur. Hann passar svo vel uppá litlu systur sína. Leikur við hana og stríðir bara smá :) Það er enginn fyndnari en Kristo bróðir. Erika systir hlær og hlær og hlær af honum. Æji hvað það er gott að eiga stóran bróður.
Kristo fór í afmæli hjá bekkjarbróður sínum seinasta sunnudag. Algjört æði. Anton skólabróðir á svo mikið að flottu dóti. Og svo mikið að hann á 2 herbergi fyrir allt dótið. pinball vél, billiardborð og fótboltaborð. Og loftbyssurnar vöktu mesta athygli :) En Kristo veit að maður þarf að vera 18 ára til að kaupa og eiga svoleiðis dót. Maður má nú láta sig dreyma :)
Knús til allra